fimmtudaginn 23. maí 2019 kl.20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Almenn mál
| ||
1.
|
Verksamningur við PD/Grund ehf.- Mál nr. 1905005
| |
Endurskoðun á samningi við Pétur Davíðsson/Grund ehf. sem er frá 2002
| ||
Í ljósi þess að breytingar á færslu bókhaldi sveitarfélagins þá óskar PD/Grund ehf eftir að verði orðalagsbreytingar á verksamningi sem er í gildi á milli aðila.
| ||
2.
|
3 mánaða uppgjör 2019- Mál nr. 1905006
| |
Lagt fram.
| ||
3.
|
Erindi frá Forsætisráðuneytinu.- Mál nr. 1905007
| |
Lagt fram erindi frá Forsætisráðuneytinu um heimsmarkmið UN.
| ||
Lagt fram.
| ||
4.
|
Slökkviliðsmál- Mál nr. 1905008
| |
Lögð fram fundargerð frá fundi ÁH oddvita og JEE með fulltrúum Borgarbyggðar um þjónustusamning um slökkviliðið.
| ||
ÁH og JEE fóru yfir málið.
| ||
5.
|
Áfangastaðaáætlun Vesturlands- Mál nr. 1905009
| |
Erindi frá SSV – óskað er eftir að skipaður verður áfangastaðafulltrúi fyrir Skorradalshrepp.
| ||
Samþykkt að skipa Jón E. Einarsson sem fulltrúa.
| ||
6.
|
Uppgjör lífeyrisskuldbindinga Brú lsj. starfamanna sveitarfélaga.- Mál nr. 1801005
| |
Lagt fram minnisblað frá ÁH og SÞ
| ||
Samþykkt að fela ÁH og SÞ að gera uppkast af bréfi og leggja fyrir næsta fund.
| ||
7.
|
Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli E-140/2017, Skorradalshreppur gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og íslenska ríkinu.- Mál nr. 1804004
| |
Hæstaréttardómur féll í málinu þann 14 maí s.l. í vil fyrir Skorradalshreppi, Hvalfjarðarsveit, Ásahrepp, Grímsnes- og Grafningshrepps og Fljótdalshrepp.
| ||
Eftirfarandi ályktun er samþykkt.
Hreppsnefnd Skorradalshrepps fagnar niðurstöðu Hæstaréttar, í máli því sem fimm sveitarfélög höfðuðu sameiginlega gegn ríkinu. Málið varðaði skerðingar á lögboðnum greiðslum frá Jöfnunarsjóði til þessara sveitarfélaga. | ||
8.
|
Kæra nr. 21-2019, Fitjar, uppskipting lóða- Mál nr. 1903007
| |
Skorradalshreppi barst þann 20. mars 2019 erindi frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna uppskiptingar lóða.
| ||
Kæran lögð fram ásamt athugasemdum sveitarfélagsins vegna kærunni.
| ||
9.
|
Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008
| |
Tillaga verndarsvæðis framdalsins í Skorradal var auglýst sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 frá 1. mars til og með 12. apríl 2019. Athugasemdir bárust frá einum aðila. Athugasemdirnar höfðu ekki efnisleg áhrif á auglýsta tillögu, en gerðar voru lagfæringar í samræmi við innsendar athugasemdir.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu um verndarsvæði framdals Skorradals með áorðnum breytingum sbr. 7.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og tillagan verði send ráðherra til staðfestingar. | ||
Hreppsnefnd samþykkir tillögu um verndarsvæði framdals Skorradals með áorðnum breytingu sbr. 7.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og tillagan verði send ráðherra til staðfestingar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
10.
|
Úrsögn úr nefndum, vegna brottflutnings- Mál nr. 1905010
| |
Lagt fram bréf frá Jóni Friðrik Snorrasynni þar sem hann tilkynnir flutning sinn úr sveitarfélaginu. Jón hefur verið aðalmaður í Skipulagsnefnd. Jón hefur einnig verið fyrsti varamaður í kjörstjórn.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að Sigrún Þormar taki við sem aðalmaður í Skipulagsnefnd en hún var kosin 3 varamaður í Skipulagsnefnd. Í stað hennar sem 3 varamaður í Skipulagsnefnd er Gunnar Albert Rögnvaldsson kosinn.
Hreppsnefnd samþykkir að Ástríður Guðmundsdóttir er kosin sem fyrsti varamaður í kjörstjórn. | ||
11.
|
Úrsögn úr nefnd vegna brottflutnings.- Mál nr. 1905011
| |
Erindi frá Valdimar Reynissyni þar sem hann tilkynnir úrsögn úr skipulagsnefnd sem 2 varamaður vegna flutnings úr sveitarfélaginu.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að skipa Ástríði Guðmundsdóttir sem 2 varamaður í Skipulagsnefnd.
| ||
12.
|
Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004
| |
Lagt fram bréf frá Lögreglunni á Vesturlandi, dagsett 10. maí s.l. þar er tilkynnt ákvörðun um að hætta aftur rannsókn á málinu. Skorradalshreppur kærði framkvæmdirnar á sínum tíma.
| ||
Samþykkt að fela skipulagsnefnd í samráði við skipulagsfulltrúa að meta það hvort eigi að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara.
| ||
13.
|
Erindi frá Ungmennafélaginu Íslending um framkvæmdir.- Mál nr. 1905012
| |
Lagt fram erindi frá Guðna Páli Sæmundssyni. Lögð fram kostnaðaráætlun um endurnýjun heimæðar hitalagnar í Hreppslaug.
| ||
Hreppsnefnd tekur jákvætt í erindið og felur oddvita skoða málið áfram.
| ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
14.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 124- Mál nr. 1904003F
| |
Lögð fram fundargerð frá því 7. maí s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 4 liðum.
| ||
14.1
|
1608008 – Húsafriðunarsjóður 2016
| |
14.2
|
1903006 – Friðslýsing í landi Vatnshornss og Fitja
| |
14.3
|
1812001 – Dagverðarnes, breyting aðalskipulags
| |
14.4
|
1902004 – Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag
| |
Skipulagsmál
| ||
15.
|
Dagverðarnes, lóð 202 ,breyting deiliskipulags- Mál nr. 1904001
| |
Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. þann 11. apríl til og með 11. maí 2019. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og skipulagsfulltrúa er falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.
| ||
16.
|
Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001
| |
Lýsing breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga í Morgunblaðinu þann 25.janúar 2019. Lýsingin lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 25. janúar til 19. febrúar 2019. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 29. janúar 2019 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Engar ábendingar bárust um efni lýsingarinnar. Óskað var umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skógræktinni og Slökkviliði Borgarbyggðar. Tekið hefur verið tillit til umsagna við framlagða tillögu breytingar aðalskipulags. Tillaga framlögð til afgreiðslu.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar svæði ofan Skorradalsvegar í landi Dagverðarness verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórn aðliggjandi sveitarfélags. Skipulags- og byggingarnefnd leggur enn fremur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. | ||
Hreppsnefnd samþykkir að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar svæði ofan Skorradalsvegar í landi Dagverðarness verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórn aðliggjandi sveitarfélags.
Hreppsnefnd samþykkir einnig að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. | ||
17.
|
Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
| |
Málinu var frestað á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lögð hafa verið fram frekari gögn í málinu og haldinn var fundur með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, á Fitjum þann 16.apríl 2019. Á fundinum voru einnig starfsmenn ráðuneytisins, umhverfisstofnunar, landeigendur Fitja og fulltrúi Skógræktarinnar fyrir hönd Vatnshorns.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður, Jón Eiríkur Einarsson, hreppsnefndarmaður, og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi verði tilnefnd fyrir hönd sveitarfélagsins sem fulltrúar í samstarfshóp á vegum Umhverfisstofnunar sem munu vinna að undirbúningi friðlýsingar á Fitjum og Vatnshorni. Lagt er til að óskað verði eftir fundi með fulltrúa umhverfisstofnunar. Haldinn var annar fundur með samstarfshópi á vegum Umhverfisstofnunar þann 14. maí sl. Fundargerðir 1. og 2. fundar samstarfshóps lagðar fram. | ||
Hreppsnefnd samþykkir Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður, Jón Eiríkur Einarsson, hreppsnefndarmaður, og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi verði tilnefnd sem fulltrúar í samstarfshóp á vegum Umhverfisstofnunar sem mun vinna að undirbúningi friðlýsingar á Fitjum og Vatnshorni. Enn fremur að óskað verði eftir fundi með fulltrúum umhverfisstofnunar.
| ||
Byggingarleyfismál
| ||
18.
|
Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1704011
| |
Á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað þar til fyrir lægi afstöðumynd sem sýni fyrirhugaða byggingu gagnvart lóðarmörkum og upplýsingum um fjarlægð fyrirhugaðrar byggingar frá Skorradalsvatni. Afstöðumynd er famlögð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á Indriðastöðum 1, 2 og landeigendum.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á Indriðastöðm 1, 2 og landeigendum. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
00:30.