þriðjudaginn 10. september 2019 kl.14:45, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson, Árni Hjörleifsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Ástríður Guðmundsdóttir.
Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður.
Almenn mál
| ||
1.
|
Tillaga til þingsályktunar um stefnumótandi áætlun ríkisins í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023- Mál nr. 1909001
| |
Lögð fram tillaga sem er í samráðsferli stjórnvalda.
| ||
Hreppsnefnd Skorradalshrepps hefur verið með til skoðunar, þingsályktunnartillögu um stefnu ríkisins í málefnum sveitarfélaga.
Hreppsnefnd er sátt við að efla sveitastjórnastigið en hreppsnefnd mælist til þess áður en lengra verður haldið með þessa tillögu að þingsályktun, að alþingi breyti fyrst stjórnaskránni og fái þar samþykkt að setja kröfu um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga. Hreppsnefnd setur spurningarmerki við það hvort það sé ekki lögbrot, að nota Jöfnunarsjóð til að greiða fyrir sameiningu, með þeim hætti sem gert er ráð fyrir í tillögunum einnig er hér verið að fara illa með almannafé. Hreppsnefnd Skorradalshrepps er hlynt sameiningu sveitarfélaga, ef það er byggt á hagkvæmni og vilja íbúanna. Rökin fyrir sameiningu sveitarfélaga, eiga að byggjast á tekjumöguleikum, samsetningu atvinnulífs, landfræðilegum aðstæðum, góðu samstarfi við önnur sveitarfélög og samningum við bæði einstaklinga og fyrirtæki um rekstur margslags þjónustu. Stór og smá sveitarfélög á íslenskan mælikvarða, hafa með sér samvinnu á ýmsum sviðum og hefur það verið byggt á hagkvæmni og þar að leiðandi allra hagur. Stóru sveitarfélögin hafa ekki síður en þau fámennari, nýtt sér samninga við verktaka og einstaklinga, til margslags verkefna, s.s. sorphirðu, slökkvilið, snjómokstur o.fl. enda gera sveitarfélögin þetta af hagkvæmis ástæðum og kemur höfðatölu íbúana ekkert við. Hversvegna sameining, ef það gengur þvert á óskir íbúana? Margar sameiningar hafa ekki gefist vel og hafa jaðarbyggðir í mörgum tilfellum orðið fyrir skerðingum og því búið við verri þjónustu, en þau höfðu fyrir sameiningu. Hreppsnefnd Skorradalshrepps gerir athugasemdir við skipan starfshóps sem vann að Grænbók um sveitastjórnastigið, hann hefði átt að skipa á breiðari grunni og af fleiri aðilum svo þverskurður sveitafélaga á landinu fengu að segja sína skoðun, jafnt stór sem smá. Einnig gerir hreppsnefnd athugasemd við að færa gistináttagjald yfir til sveitafélaga. Hreppsnefnd Skorradalshrepps, er alfarið á móti því að sveitarfélög séu þvinguð til sameiningar, á forsendum lágmarks höfðatölu. Íbúar sveitarfélaga eiga alfarið, að meta það sjálfir, hvort sameining við önnur sveitarfélög sé betri kostur en það, að eiga gott samstarf og starfa sjálfstætt. Ef þessar reglur verða þvingaðar í gegn, á móti vilja heimamanna, eru tímamörkin sem sett eru algjörlega óviðunandi. Oddvita falið að senda inn þessa umsögn. | ||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
2.
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 127- Mál nr. 1908002F
| |
Lögð fram fundargerð frá því fyrr í dag, 10. september.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum 2 liðum.
| ||
2.1
|
1908011 – Indriðastaðir Dyrholt, nýtt deiliskipulag
| |
2.2
|
1812001 – Dagverðarnes, breyting aðalskipulags
| |
Skipulagsmál
| ||
3.
|
Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001
| |
Tillagan var kynnt aðliggjandi sveitarfélögum þann 28. maí sl. Einnig var haldinn opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 4. júní sl. þar sem íbúum og öðrum hagsmunaaðilum var gefið tækifæri á að kynna sér tillöguna. Tillaga breytingar aðalskipulags var send Skipulagsstofnun til athugunar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við tillöguna. Orðið hefur verið við henni. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst sbr. 31. gr. skipulagslaga þar sem brugðist hefur verið við athugasemd Skipulagsstofnunar.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir tillögu breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar svæði ofan Skorradalsvegar í landi Dagverðarness til auglýsingar sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan skal auglýst í Morgunblaðinu og Lögbirtingablaðinu, og liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagsins og Skipulagsstofnunar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
17:00.