Hreppsnefnd Skorradalshrepps
Fundur nr. 95
Miðvikudaginn 13. apríl 2016 kl. 20:30, hélt hreppsnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Fundarritari var Birgitta Sigþórsdóttir.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Auglýsingar á heimasíðu – Mál nr. 1604010
| |
Oddviti fór yfir málið
| ||
Oddvita falið að vinna málið áfram miðað við umræður á fundinum.
| ||
|
||
2
|
Starfsmannamál – Mál nr. 1603023
| |
Oddviti fór yfir málið.
| ||
Oddvita falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
3
|
Samningar vegna grunnskóla, leikskóla og fleira við Borgarbyggð – Mál nr. 1503005
| |
Farið yfir málið
| ||
5. gr grunnskólasamnings við Borgarbyggð samþykkt og þar með samningurinn í heild sinni.
Fulltrúa Skorradalshrepps í fræðslunefnd Borgarbyggðar er falið að meta það hverju sinni hvort fulltrúi Skorradalshrepps mæti á fræðslunefndarfundi í samráði við formann fræðslunefndar Borgarbyggðar. | ||
|
||
4
|
Fasteignagjöld vegna atvinnustarfssemi orlofshúsa – Mál nr. 1604013
| |
Oddviti fór yfir málið.
| ||
Oddvita farið að skoða málið í samræmi við umræður á fundinum.
| ||
|
||
5
|
Framlag til orlofssjóðs kvenna – Mál nr. 1604012
| |
Oddviti fór yfir málið
| ||
Samþykkt að greiða 100 kr á hvern íbúa árið 2015 og 2016.
| ||
|
||
6
|
Heilsársbúseta í frístundahúsum – Mál nr. 1604011
| |
Oddviti fór yfir málið
| ||
Samþykkt að vísa málinu til næsta fundar.
| ||
|
||
7
|
Fulltrúi hreppsnefndar á ráðstefnur og fundi. – Mál nr. 1604009
| |
Oddviti lagði fram eftirfarandi tillögu: „Hreppsnefnd felur oddvita að sitja þá fundi sem tengjast málefnum Skorradalshrepps, ef oddviti telur þörf á að fulltrúi hreppsins mæti á þá. Þeir fundir sem helst er um að ræða eru fundir á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), Sambands sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og þeirra félaga sem Skorradalshreppur er eigandi eða aðili að. Oddviti er fulltrúi hreppsins í stjórn SSV og varaoddviti varamaður. Oddviti fer með umboð hreppsins á aðalfundum þeirra félaga sem Skorradalshreppur er eigandi í eða aðili að. Ef hreppsnefnd vill senda einhver annan fulltrúa hreppsins á fundi skal það samþykkt sérstaklega á hreppsnefndarfundi.“
| ||
Tillaga oddvita samþykkt.
| ||
|
||
Almenn mál – umsagnir og vísanir
| ||
8
|
Mál nefnda Alþingis nr. 247 – Mál nr. 1604005
| |
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum
| ||
Lagt fram
| ||
|
||
9
|
Mál velferðarnefndar Alþingis nr. 352 – Mál nr. 1604003
| |
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um málfefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum)
| ||
Lagt fram
| ||
|
||
10
|
Mál velferðarnefdar Alþingis nr. 354 – Mál nr. 1604002
| |
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu.
| ||
Lagt fram
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
11
|
Skipulags- og byggingarnefnd – 97 – Mál nr. 1603003F
| |
Lögð fram fundargerð frá 5. apríl s.l.
| ||
Fundargerðin samþykkt í öllum liðum.
| ||
11.1
|
1603005 – Gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa
| |
11.2
|
1603002F – Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 35
| |
11.3
|
1603011 – Dagverðarnes 220, byggingarmál
| |
11.4
|
1509002 – Hálsar 5, vélaskemma
| |
11.5
|
1505006 – Hvammsskógur 42, bygg.mál
| |
11.6
|
1603012 – Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús
| |
11.7
|
1202002 – Fitjahlíð 51.
| |
11.8
|
1603010 – Skálalækjarás 7,byggingarmál
| |
|
||
Fundargerðir til kynningar
| ||
12
|
Fundur stjórnar Faxaflóahafna nr. 143 þann 11. mars s.l. – Mál nr. 16030222
| |
Lagt fram
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
13
|
Fitjahlíð 51. – Mál nr. 1202002
| |
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að gengið verði til samninga við lóðarhafa Fitjahlíðar 49, Sæmund Benediktsson og Margréti Jónsdóttur, um að fjarlægja byggingu á lóð Fitjahlíðar 51A á eigin kostnað fyrir lok maí mánaðar 2016. Þegar bygging hefur verið fjarlægð mun fara af stað skipulagsferli deiliskipulags Kiðhúsbala sem kveður á um stækkun lóðar Fitjahlíðar 49 þannig að hún stækki um 30 m í átt að Fitjahlíð 51.Byggingarfulltrúa verði falið að fylgja málinu eftir er varðar niðurrif og förgun byggingar og skipulagsfulltrúa verði falið að fylgja málum eftir er varðar skipulagsferli deiliskipulags Kiðhúsbala í samráði við lóðahafa og landeigendur.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar, en leggur til að gefinn verði lengri frestur til að fjarlægja byggingu á lóð 51A eða fram til lok maí mánaðar 2017 og að skipulagsferli deiliskipulags Kiðhúsbala fari þegar af stað. Skipulag- og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram og oddvita að ganga frá samningi við lóðarhafa Fitjahlíðar 49.
| ||
|
||
14
|
Indriðastaðir 48, umsókn um byggingarleyfi gestahús – Mál nr. 1603012
| |
Þar sem ekki er í gildi deiliskipulag leggur skipulags- og byggingarnefnd til við hreppsnefnd að byggingarleyfi verði veitt að undangenginni grenndarkynningu sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir lóðarhöfum Indriðastaða 34, 35, 36, 47, 49, Stráksmýrar 5, 7, 9 og landeiganda.
| ||
Hreppsnefnd samþykkir tillögu skipulags- og byggingarnefndar.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
23:30.