Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
 132. fundur
þriðjudaginn 10. desember 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
SGÞ sat fund símleiðis vegna óveðurs.
Þetta gerðist:
| 
 | ||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 1.  
 | 
 Fitjahlíð 30, Umsókn um að skipta upp í tvær lóðir.- Mál nr. 1806012 
 | |
| 
 Skorradalshreppi barst þann 26. nóvember 2019 erindi frá Gísla Tryggvasyni lögmanni með tölvupósti f. h. landeiganda Fitja þar sem óskað er eftir frekari rökum og rökstuðningi fyrir synjun á skiptingu lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja aðliggjandi lóða. Erindið, dags. 22. nóvember 2019, lagt fram. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að Ómari Karli Jóhannessyni lögmanni hjá Pacta verði falið að svara fyrir hönd hreppsins erindi Gísla Tryggvassonar lögmanns. 
 | ||
| 
 2.  
 | 
 Kæra nr. 118-2019, Fitjahlíð uppskipting lóðar- Mál nr. 1911010 
 | |
| 
 Skorradalshreppi barst þann 27. nóvember 2019 tölvupóstur frá Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þar sem gerð er grein fyrir að ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps um leyfi til skiptingar lóðar nr. 30 í Fitjahlíð á milli 2ja lóða er kærð.  
 | ||
| 
 Kæran lögð fram ásamt athugasemdum sveitarfélagsins vegna kærunnar. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 
14:15.
