Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
130. fundur
þriðjudaginn 22. október 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Framkvæmdarleyfi
| ||
1.
|
Vegaframkvæmd í Hvammi og Dagverðarnesi, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1811007
| |
Vegaframkvæmdir eru í gangi í landi Hvamms og Dagverðarness. Óskað var eftir fundi með Vegagerðinni til að fara yfir stöðu framkvæmdarinnar og um framvindu verksins. Á fundinn mættu Pálmi Þór Sævarsson, Kristinn Lind Guðmundsson, Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Guðmundur Pétursson.
| ||
Fulltrúar Vegagerðarinnar fóru yfir stöðu framkvæmdarinnar. Góð og gagnleg umræða skapaðist um málið.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
14:30.