Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
 125. fundur
þriðjudaginn 4. júní 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Almenn mál 
 | ||
| 
 1.  
 | 
 Hreinsun á inntakslóni, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1704004 
 | |
| 
 Erindi barst frá aðstoðarsaksóknara, dags. 10.05.2019, vegna lögreglumáls nr. 313-2017-13291. Rannsókn málsins hefur verið hætt með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Unnt er að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara innan mánaðar frá dagsetningu þessa bréfs, sbr. 2. mgr. 147. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. 
 
Skorradalshreppur kærði framkvæmdina á sínum tíma. Hreppsnefnd samþykkti að fela skipulags- og byggingarnefnd í samráði við skipulagsfulltrúa að meta það hvort eigi að kæra ákvörðunina til Ríkissaksóknara. Leitað hefur verið til lögmanns sveitarfélagsins og drög að kæru lögð fram og kynnt.  | ||
| 
 Það er mat skipulags- og byggingarnefndar að kæra f.h. sveitarfélagsins ákvörðun aðstoðarsaksóknara til Ríkissaksóknara og það gert fyrir 10. júní nk.  
 | ||
| 
 2.  
 | 
 Örnefni-leiðbeiningar- Mál nr. 1905013 
 | |
| 
 Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum sendi út leiðbeiningar handa sveitarfélögum um nafngiftir býla, gatna, sveitarfélaga og náttúrufyirbæra. 
 | ||
| 
 Leiðbeiningaritið „Örnefni“ lagt fram. 
 | ||
| 
 Fundargerð 
 | ||
| 
 3.  
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 51- Mál nr. 1902001F  
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og samþykkt 
 | ||
| 
 3.1  
 | 
 1901002 – Refsholt 37, umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 4.  
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 52- Mál nr. 1905001F  
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og samþykkt. 
 | ||
| 
 4.1  
 | 
 1706015 – Dagverðarnes 103, byggingarmál 
 | |
| 
 4.2  
 | 
 1801002 – Vatnsendahlíð 116 
 | |
| 
 4.3  
 | 
 1806011 – Hvammsskógur 49, umsókn um byggingarleyfi 
 | |
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 
14:15.
