Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
124. fundur
þriðjudaginn 7. maí 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sigrún Guttormsdóttir Þormar og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundargerð ritaði:
Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1.
|
Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008
| |
Tillaga verndarsvæðis framdalsins í Skorradal var auglýst sbr. 4. mgr. 5. gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 frá 1. mars til og með 12. apríl 2019. Athugasemdir bárust frá einum aðila. Athugasemdirnar höfðu ekki efnisleg áhrif á auglýsta tillögu, en gerðar voru lagfæringar í samræmi við innsendar athugasemdir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja tillögu um verndarsvæði framdals Skorradals með áorðnum breytingum sbr. 7.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og tillagan verði send ráðherra til staðfestingar.
| ||
2.
|
Friðslýsing í landi Vatnshorns og Fitja- Mál nr. 1903006
| |
Málinu var frestað á síðasta fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lögð hafa verið fram frekari gögn í málinu og haldinn var fundur með umhverfisráðherra, Guðmundi Inga Guðbrandssyni, á Fitjum þann 16.apríl 2019. Á fundinum voru einnig starfsmenn ráðuneytisins, umhverfisstofnunar, landeigendur Fitja og fulltrúi Skógræktarinnar fyrir hönd Vatnshorns.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að Pétur Davíðsson, hreppsnefndarmaður, Jón Eiríkur Einarsson, hreppsnefndarmaður, og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi verði tilnefnd fyrir hönd sveitarfélagsins sem fulltrúar í samstarfshóp á vegum Umhverfisstofnunar sem munu vinna að undirbúningi friðlýsingar á Fitjum og Vatnshorni. Lagt er til að óskað verði eftir fundi með fulltrúa umhverfisstofnunar.
| ||
Skipulagsmál
| ||
3.
|
Dagverðarnes, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1812001
| |
Lýsing breytingar aðalskipulags var kynnt almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30 gr. skipulagslaga í Morgunblaðinu þann 25.janúar 2019. Lýsingin lá frammi á skrifstofu og á heimasíðu sveitarfélagsins frá 25. janúar til 19. febrúar 2019. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 29. janúar 2019 þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Engar ábendingar bárust um efni lýsingarinnar. Óskað var umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Umhverfisstofnun, Skógræktinni og Slökkviliði Borgarbyggðar. Tekið hefur verið tillit til umsagna við framlagða tillögu breytingar aðalskipulags. Tillaga framlögð til afgreiðslu.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar svæði ofan Skorradalsvegar í landi Dagverðarness verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórn aðliggjandi sveitarfélags.
Skipulags- og byggingarnefnd leggur enn fremur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst í Morgunblaðinu og á heimasíðu sveitarfélagsins sbr. 1. mgr. 31. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga. | ||
4.
|
Dagverðarnes, svæði 5, lóðir 58-61, deiliskipulag- Mál nr. 1902004
| |
Tillaga deiliskipulags fjögurra frístundalóða Dagverðarness 58, 59, 60 og 61 á svæði 5 var auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 4. mars til og með 15. apríl 2019. Engar athugasemdir bárust við tillögunni.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði samþykkt sbr. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og að samþykkt deiliskipulag verði sent Skipulagsstofnun og birt auglýsing um samþykkt deiliskipulags í B-deild Stjórnartíðinda sbr. 42. gr. ofangreindra laga að undangenginni yfirferð Skipulagsstofunar.
| ||
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl.
14:00.