123 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
123. fundur

þriðjudaginn 9. apríl 2019 kl.13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn: Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Jón Friðrik Snorrason og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundargerð ritaði:

Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Almenn mál

1.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Verndaráætlun framdalsins í Skorradal var auglýst sbr. 4. mgr. 5.gr. laga um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015, í Morgunblaðinu og Íbúanum. Tillagan mun liggja frammi á skrifstofu sveitarfélagins og á heimasíðu þess frá 1. mars til og með 12. apríl nk.

Skipulagsfulltrúi fór yfir stöðu málsins.

2.

Húsafriðunarsjóður 2016- Mál nr. 1608008

Frestur til að skila greinargerð ásamt sundurliðuðum kostnaði við verkefnið verndarsvæði framdalsins í Skorradal til Minjastofnunar Íslands (MÍ) rann út 31. mars sl. Óskað hefur verið eftir auka fresti fram til 30. júní 2019

MÍ hefur veitt frest fram til 30. júní nk. til að skila inn greinargerð ásamt sundurliðuðum kostnaði.

3.

Friðslýsing í landi Vatnshornss og Fitja- Mál nr. 1903006

Erindi barst frá Umhverfisstofnun dags. 13.3.2019 þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til þess að hafinn verði undirbúningur að breytingu á mörkum friðlýsts svæðis í landi Vatnshorns og Fitja, skv. beiðni landeiganda Fitja. Umhverfisstofnun óskar enn fremur eftir tilnefningu fulltrúa sveitarfélagsins í samstarfshóp sem mun vinna að undirbúningi friðlýsingarinnar.

Skipulags- og byggingarnefnd telur sig ekki geta fjallað efnislega um málið þar sem beiðni hefur ekki borist frá öllum hlutaðeigandi landeigendum. Málinu frestað.

Byggingarleyfismál

4.

Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi- Mál nr. 1704011

Á 118. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað þar til fyrir lægi afstöðumynd sem sýni fyrirhugaða byggingu gagnvart lóðarmörkum og upplýsingum um fjarlægð fyrirhugaðrar byggingar frá Skorradalsvatni. Afstöðumynd er famlögð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum á Indriðastöðum 1, 2 og landeigendum.

Skipulagsmál

5.

Indriðastaðir, verslun og þjónusta, breyting aðalskipulags- Mál nr. 1902003

Lýsing breytingar aðalskipulags hefur verið kynnt fyrir almenningi og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 1. mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í Morgunblaðinu þann 28.2.2019. Lýsingin lá frammi á skrifstofu og heimasíðu sveitarfélagsins frá 1. til 22.mars 2019. Einnig var opinn dagur á skrifstofu sveitarfélagsins þann 12. mars 2019, þar sem aðilar gátu kynnt sér efni lýsingarinnar. Engar ábendingar bárust um efni lýsingarinnar. Óskað var umsagnar hjá Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Slökkviliði Borgarbyggðar og landeiganda Indriðastaða. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Vegegerðinni, Minjastofnun Íslands og Slökkviliðs Borgarbyggðar. Tekið hefur verið tillit til umsagna við framlagða tillögu breytingar aðalskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga breytingar aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar Dyrholt í landi Indriðastaða verði kynnt íbúum sveitarfélagsins og öðrum hagsmunaaðilum sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. með opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins og enn fremur verði tillagan kynnt sveitarstjórnum aðliggjandi sveitarfélaga.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur enn fremur til við hreppsnefnd að tillagan verði auglýst sbr. 1. mgr. 31. gr. sömu laga, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar sbr. 3. mgr. 30.gr. sömu laga.

6.

Dagverðarnes, lóð 202 ,breyting deiliskipulags- Mál nr. 1904001

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags í landi Dagverðarness, á svæði 4, á lóð 202. Breytingin varðar skilmála skipulagsins, engar breytingar eru gerðar á uppdrætti þess. Breytingin felur í sér að heildar byggingarmagn lóðar er aukið úr 60 fm í 125 fm og að heimilt verði að byggja eitt gestahús á lóðinni auk frístundahúss.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum á lóð Dagverðarness 107, 109, 204 og landeiganda.

Framkvæmdarleyfi

7.

Endurnýjun hitaveitu, Grund og Indriðastaðir, framkvæmdaleyfi- Mál nr. 1904002

Veitur ohf. óska eftir framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun hitaveitu í landi Indriðastaða og Grundar. Lagður er fram uppdráttur sem sýnir legu lagnar. Lagnaleið samræmist staðfestu Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Umsagnir Vegagerðarinnar, Minjastofnunar Íslands og Hafrannsóknarstofnunar liggja fyrir. Samþykki landeiganda Indriðastaða og Veiðifélags Skorradalsvatns liggur fyrir. Samþykki landeiganda Grundar, landareignar ON ofh. og Fiskistofu liggja ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sem heimilar að stytta grenndarkynningartíma með því að landeigendur áriti kynningargögn. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. sömu laga þegar samþykki Fiskistofu og áritun landeiganda á grenndarkynningargögn liggur fyrir. PD vék af fundi undir afgreiðslu málsins.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl.

15:15.