Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
115. fundur
fimmtudaginn 7. júní 2018 kl. 11:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 49     –     Mál nr. 1806002F 
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og samþykkt 
 | ||
| 
 1.1  
 | 
 1704011 – Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi 
 | |
| 
 1.2  
 | 
 1806001 – Dagverðarnes 138, tjörn 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Byggingarleyfismál 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Indriðastaðir 1b, umsókn um byggingarleyfi     –     Mál nr. 1704011 
 | |
| 
 Málinu var vísað frá á 49. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Sótt er um að byggja 33,2 m2 gestahús á lóðinni. Á lóðinni stendur 48,6 m2 frístundahús. Stærð lóðar er skilgreind 3.063 m2 sbr. Þjóðskrá Íslands. Sbr. ASK er heimilt að byggja 153 m2 á lóð. Byggingarleyfisumsókn er því innan marka nýtingarhlutfalls aðalskipulags. 
 | ||
| 
 Samanber gr. 5.3.2.5 lið d) skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 skal ekki staðsetja frístundahús nær tengivegum en 100 m og aðrar byggingar ekki nær en 50 m. Enn fremur kemur fram í gr. 5.3.2.14 sömu reglugerðar að ekki er heimilt að reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m. Fyrirhugað gestahús er staðsett nær Skorradalsvatni en sem nemur 50 m frá grónum bakka, en um 60 m frá Dragavegi (520) sem er tengivegur. Málinu frestað, skipulagsfulltrúa falið að upplýsa umsækjanda um málið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Dagverðarnes 138, tjörn     –     Mál nr. 1806001 
 | |
| 
 Lóðarhafi óskar eftir að gera tjörn neðst í lóðinni sem myndi byrja upp af flekanum í fjörunni, en þar rennur lækur og liggja í dæld til austurs sem er þar fyrir að nokkru leyti. Málinu var vísað af 49. fundi afgreiðslufundar byggingarfulltrúa til skipulags- og byggingarnefndar. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að byggingarfulltrúa verði falið að afla frekari gagna um málið. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 4   
 | 
 Fitjar, deiliskipulag íbúðalóða     –     Mál nr. 1712001 
 | |
| 
 Á 114. fundi hreppsnefndar var ósk um meðferð deiliskipulags tveggja íbúðalóða hafnað þar sem það samræmdist ekki Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Á 115. fundi hreppsnefndar var samþykkt óveruleg breyting aðalskipulags sbr. 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Niðurstaða hreppsnefndar var auglýst í Morgunblaðinu þann 16. mars 2018. Tillagan verður send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar og auglýsingar í B-deild Stjórnartíðinda. Lýsing deiliskipulagsáætlunar samræmist óverulegri breytingu aðalskipulags sem samþykkt var á 115. fundi hreppsnefndar. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd, með fyrirvara um staðfestingu Skipulagsstofnunar á óverulegri breytingu aðalskipulags, að lýsing deiliskipulags verði send til umsagnar Skipulagsstofnunar, Vegagerðarinnar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og Minjastofnunar Íslands og kynnt íbúum sbr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 5   
 | 
 Frístundabyggð í Hálsaskógi, 2. áfangi, breyting deiliskipulags     –     Mál nr. 1805007 
 | |
| 
 Óskað hefur verið eftir breytingu deiliskipulags frístundabyggðar í Hálsaskógi, II áfanga, Refsás. Um er að ræða breytingu á afmörkun byggingarreits og auka byggingarmagn lóðar Refsholts 17. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt sbr. 44. gr. sömu laga fyrir lóðarhöfum Refsholts 15, 16, 18, 39, 41 og landeigendum. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
12:30.
