Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
109. fundur
fimmtudaginn 26. október 2017 kl. 13:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
TVS tók þátt í afgreiðslu fundarins í gegnum síma
Þetta gerðist:
Framkvæmdarleyfi
| ||
1
|
Horn – Mál nr. SK060045
| |
Umfangsmikil efnistaka hófst í Hornsá án þess að framkvæmdaleyfi væri fengið fyrir henni árið 2008. Framkvæmd efnistöku var stöðvuð af lögreglu samkvæmt beiðni skipulags- og byggingarfulltrúa í ágúst sama ár sbr. 1. mgr. 53. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að stöðvun framkvæmdar við Hornsá verði aflétt þar sem lagfæra á svæðið.
| ||
|
||
2
|
Horn, umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku – Mál nr. 1208001
| |
Málinu frestað á 59. fundi hreppsnefndar þann 10.10.2013. Framkvæmdaleyfi hefur ekki verið veitt þar sem vörn gegn landbroti neðan brúar hefur ekki verið frágengin.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd vill árétta við landeiganda mikilvægi þess að vörn gegn landbroti neðan brúar verði frágengin hið fyrsta.
| ||
|
||
3
|
Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708003
| |
Skipulags- og byggingarnefnd frestaði afgreiðslu umsóknar þar sem ekki lágu fyrir öll gögn í málinu. Nú hefur samþykki landeiganda Horns fyrir efnistöku verið lagt fram og afmörkun efnistökusvæðis verið skilgreind.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir efnistöku 3.000 m3 haugsetts malarefnis á vestur bökkum Hornsár. Lagt er til að fallið verði frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir. Vinnslutími efnistöku verði 2017-2018.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:45.