Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
107. fundur
þriðjudaginn 3. október 2017 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Almenn mál
| ||
1
|
Framdalsfélagið – samningur um samstarf. – Mál nr. 1608009
| |
Málinu vísað af hreppsnefndarfundi-110 til skipulags- og byggingarnefndar til yfirferðar.
| ||
Málið rætt og því frestað.
| ||
|
||
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
2
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 44 – Mál nr. 1709001F
| |
Fundargerð lögð fram og samþykkt.
| ||
2.1
|
1706007 – Dagverðarnes 24, bygg.mál
| |
2.2
|
1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi
| |
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
3
|
Fitjar – Smalagerði I, umsókn um stofnun lóðar – Mál nr. 1709006
| |
Landeigendur að Fitjum óska eftir að stofnuð verði íbúðarlóð, Fitjar-Smalagerði I, stærð 5000 m2, úr landi Fitja, skv. uppdrætti frá Ómari Péturssyni. Stofnun íbúðarlóðar í landi Fitja samræmist stefnu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022. Umsögn Vegagerðar liggur fyrir varðandi tengingu við þjóðveg og ekki er gerð athugasemd við hana.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að lagt verði fram deiliskipulag lóða Fitjar-Smalagerði og Fitjar-Smalagerði I.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
4
|
Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010
| |
Óskað var umsagnar Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HV)er varðar afmörkun vatnsverndarsvæðis borholu í landi Indriðastaða sbr. skýrslu Íslenskra Orkurannsókna (ÍSOR). Umsögn barst dags. 27. sept. 2017. Einnig hefur verið haft samráð við landeigendur Indriðastaða og Mófellsstaða um afmörkun vatnsverndarsvæðis sbr. skýrslu ÍSOR.
| ||
Landeigandi Indriðastaða leggst ekki gegn afmörkun vatnsverndarsvæðis. Landeigendur Mófellsstaða samþykkja afmörkun fjarsvæðis vatnsverndar innan Mófellsstaða svo fremi sem það takmarki ekki landnotkun á þeirra landi. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að grann- og fjarsvæði vatnsverndar verði skilgreint í lýsingu breytingar aðalskipulags í samræmi við skýrslu ÍSOR, dags. 27.06.2008 og lýsingin kynnt almenningi sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
5
|
Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1706013
| |
Í framkvæmdaleyfi var óskað eftir að ON skilaði inn stöðuskýrslu að framkvæmd lokinni og eigi síðar en fyrir lok september.
| ||
Stöðuskýrsla, dags. 21. sept. 2017, er lögð fram, málinu frestað.
| ||
|
||
6
|
Mófellsstaðir, efnistaka í Kaldá, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1709004
| |
Mófellsstaðabúið ehf. hefur lagt fram umsókn um framkvæmdaleyfi efnistöku í Kaldá á efnistökusvæði nr. 8 skv. Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022. Fyrirliggur umsögn Fiskistofu og fellst hún á að tekið sé allt að 2.500 m3 af möl sem notað sé til bakkavarna.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem gerð er grein fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi.
| ||
|
||
7
|
Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708004
| |
Á 106. fundi skipulags- og byggingarnefndar var málinu frestað þar sem gögn voru ekki fullnægjandi. Óskað hefur verið eftir umsögn Minjavarðar Vesturlands. Minjavörður gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Greinargerð Íslenskra Orkurannsókna um afmörkun vatnsverndar dags. 1.10.2017 er lögð fram. Samþykki landeiganda liggur fyrir.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til
við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fallið verði frá grenndarkynningu þar sem samþykki landeiganda liggur fyrir. | ||
|
||
8
|
Kæra nr. 54/2017, Hvammsskógur framkvæmdaleyfi göngustígur – Mál nr. 1706001
| |
Fallið hefur úrskurður Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 54/2017. Úrskurður ÚUA er að felld er úr gildi ákvörðun hreppsnefndar Skorradalshrepps frá 24. apríl 2017 um að veita framkvæmdaleyfi fyrir göngustíg í Hvammsskógi, að því er varðar þann hluta göngustígsins sem fer suður fyrir mörk lóðanna nr. 30 og 32 í Hvammsskógi.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga fyrir lagningu göngustígar innan skipulagsmarka samþykkts skipulag Hvammsskóga. Skipulags- og byggingarnefnd vill beina því til framkvæmdaleyfishafa að farið verði í breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri svo hægt verði að veita framkvæmdaleyfi fyrir lagningu göngustígar niður í fjöru Skorradalsvatns.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
17:20.