106 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
106. fundur
Mánudaginn 14. ágúst 2017 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

TS vék af fundi undir fundarlið 9 og 10. SV vék af fundi eftir 3. fundarlið.
Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 42 – Mál nr. 1707001F

Lagt fram til kynningar

1.1

1704006 – Refsholt 29, Umsókn um byggingarleyfi

1.2

1706008 – Vatnsendahlíð 33 byggingarleyfi

1.3

1609009 – Vatnsendahlíð 200, umsókn um byggingarleyfi 2016

1.4

1704005 – Refsholt 27, Umsókn um byggingarleyfi

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 43 – Mál nr. 1708002F

Lagt fram til kynningar

2.1

1706009 – Fitjahlíð 28, byggingarleyfi

2.2

1704007 – Fitjar-Smalagerði, stofnun lóðar og byggingar

2.3

1605012 – Indriðastaðir 10, umsókn um byggingarleyfi

2.4

1707003 – Vatnsendahlíð 219, umsókn um byggingarleyfi

Byggingarleyfismál

3

Fitjahlíð 28, byggingarleyfi – Mál nr. 1706009

Sótt er um að byggja frístundarhús 100,9 m2, á tveimur hæðum. Samkvæmt fasteignaskrá að þá eru tvö hús innan lóðar alls 32,4 m2 sem verða fjarlægð.

Afgreiðslunefnd byggingarfulltrúa vísar málinu til Skipulags- og byggingarnefndar.

Lóðin er innan frístundabyggðar skv. aðalskipulagi, en ekkert deiliskipulag er í gildi varðandi umrædda lóð. Heimilað nýtingarhlutfall lóða skv. aðalskipulagi er 125 fm. Fyrirhuguð staðsetning frístundahúss á lóð er innan 50 m frá vatnsbakka Skorradalsvatns sem samræmist ekki gr. 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð þar sem kveðið er á um að utan þéttbýlis skuli ekki reisa mannvirki nær vötnum, ám eða sjó en 50 m.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn þar sem fyrirhugað frístundahús mun rísa innan 50 m frá vatnsbakka Skorradalsvatns.

Skipulagsmál

4

Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706012

Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 11. júlí til 11. ágúst 2017. Engar athugasemdir bárust á grenndarkynningartíma.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja óverulega breytingu deiliskipulags og skipulagsfulltrúa verði falið að senda samþykkta tillögu til Skipulagsstofnunar og birta auglýsingu um samþykkt hennar í B-deild Stjórnartíðinda.

5

Dagverðarnes 103 á svæði 3, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1708005

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags fyrir svæði 3 í landi Dagverðarness. Breytingin varðar lóð Dagverðarnes 103. Um er að ræða breytingu á greinargerð annars vegar er varðar heimild til að byggja frístundahús með flötu og einhalla þaki og hins vegar að hámarksstæðr frístundahúss megi vera 120 fm.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna fyrir lóðarhöfum Dagverðarness 101, 104, 105, 106, 110, 111, 112 og landeiganda þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

6

Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010

Umsögn Skipulagsstofnunar um lýsingu vegna breytingar aðalskipulags sbr. 1. mgr. 20 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 liggur fyrir. Í umsögn stofnunarinnar er lagt til að athugað verði í samráði við Heilbrigðiseftirlit Vesturlands hvort skilgreina þurfi grann- og fjarsvæði vatnsverndar vatnsbóls. Fyrir liggur skýrsla unnin af Þórólfi Hafstað hjá Íslensku orkurannsókna (ÍSOR) frá 2008, um afmörkun vatnsverndarsvæðis umhverfis vatnsból við Kaldá.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að haft verði samráð við landeiganda Indriðastaða og Mófellsstaða um afmörkun vatnsverndarsvæðis með aðkomu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands þar sem skýrsla Íslenskra orkurannsókna verði lögð til grunndvallar.

Framkvæmdarleyfi

7

Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1605014

Borist hefur uppdráttur af framkvæmdasvæði með upplýsingum um hæðalegu. Einnig hefur borist umsögn Hafrannsóknarstofnunar. Samkvæmt umsögn er ekki talið að efnistaka geti haft neikvæð áhrif á lífríki eða fiskiframleiðslu Fitjaár. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að undangenginni umsögn Minjavarðar Vesturlands að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem landeigandi hefur lýst skriflega yfir að hann geri ekki athugasemdir við hina leyfisskyldu framkvæmd.

8

Hornsá, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708003

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Horns. Um er að ræða 3.000 m3 af haugsettu efni meðfram Hornsá. Fiskistofa fellst á efnistöku á umræddu efni, en setur þau skilyrði að framkvæmdir standi ekki yfir frá 20. júní til 30. sept og þess verði gætt að ekki berist mengandi efni í ánna á meðan á framkvæmdum stendur. Efnistökusvæðið er ekki skilgreint í aðalskipulagi. Það stendur ekki til að skilgreina umrætt svæði sem efnistökustað í aðalskipulagi þar sem hér er einungis um að ræða lagfæringar á svæðinu til fyrra horfs. Unnið var minnisblað af ALTA um meðal annars frágang á umhverfi Hornsár í júní 2009.

Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu umsóknar þar sem ekki liggja fyrir öll gögn í málinu.

9

Virkjun borholu neysluvatns í landi Hálsa, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1708004

Pálmi Ingólfsson óskar eftir framkvæmdaleyfi til að virkja borholu í landi Hálsa og leggja vatnslögn þannig að fallhæð niður að bæjarhúsum á Hálsum verði viðunandi sbr. uppdrætti dags. 28. júlí 2017. Samþykki landeiganda liggur fyrir. Umsögn Minjavarðar Vesturlands liggur ekki fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins þar til fullnægjandi gögn hafa borist.

10

Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1706013

Skipulags- og byggingarnefnd óskaði eftir að ON leggði fram fullnægjandi gögn er varðar útreikninga á magni efnis sem rann út í ánna á tímabilinu 15.-19. maí sl. fyrir lok júlí 2017. Erindi hefur borist frá ON, dags. 24. júlí 2017, þar sem ON upplýsa um að ekki verði lagðar fram frekari mælingar og útreikninga á setmagni fyrr en þeirra sérfræðingar telja það tímabært.

Málinu frestað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:15.