fimmtudaginn 22. júní 2017 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Jón Friðrik Snorrason.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Fundargerðir til staðfestingar
| ||
1
|
Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 41 – Mál nr. 1705001F
| |
Lagt fram til kynningar.
| ||
1.1
|
1701002 – Refsholt 1
| |
1.2
|
1704005 – Refsholt 27, Umsókn um byggingarleyfi
| |
1.3
|
1704006 – Refsholt 29, Umsókn um byggingarleyfi
| |
1.4
|
1609009 – Vatnsendahlíð 200, umsókn um byggingarleyfi 2016
| |
|
||
Byggingarleyfismál
| ||
2
|
Fitjar-Smalagerði, stofnun lóðar – Mál nr. 1704007
| |
Landeigendur að Fitjum óska eftir að stofnuð verði íbúðarlóð, Fitjar-Smalagerði stærð 5000 m2, úr landi Fitja, skv. uppdrætti frá Ómari Péturssyni. Stofnun íbúðarlóðar í landi Fitja samræmist stefnu Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022. Umsögn Vegagerðar liggur fyrir varðandi tengingu við þjóðveg og ekki er gerð athugasemd við hana.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stofnun lóðar og leggur til að byggingarfulltrúi vinni málið áfram.
| ||
|
||
Skipulagsmál
| ||
3
|
Hvammskógur neðri, lóð 9 og 11, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706012
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri. Um er að ræða sameiningu lóða Hvammsskóga 9 og 11 í eina lóð.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Grenihvamms 2, Hvammsskóga 8, 10, 12 og 13 ásamt landeiganda Hvamms.
| ||
|
||
4
|
Indriðastaðir Kaldárkot, breyting aðalskipulags – Mál nr. 1706010
| |
Samanber bókun 102. fundar skipulags- og byggingarnefndar þarf að leggja fram breytingu deiliskipulags Indriðastaðahlíðar. Breytingin felur í sér að breyta þarf aðalskipulagi Skorradalshrepps. Breytingin felur í sér: 1) Að leiðrétta þarf staðsetningu jarðamarka á milli Mófellsstaða og Indriðastaða, 2)Lóð Kaldárkots verði innan frístundabyggðasvæðis C, 3) Frístundabyggðasvæði afmarkað í samræmi við gildandi deiliskipulag Indriðastaðahlíðar og opið svæði minnkað sem því nemur, 4)Vatnsból Indriðastaðahlíðar skilgreint.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að breyting aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 er varðar jarðamörk, afmörkun frístundabyggðasvæðis, afmörkun opins svæðis og skilgreiningu vatnsbóls í landi Indriðastaða verði auglýst sbr. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
5
|
Indriðastaðahlíð og Kaldárkot, breyting deiliskipulags – Mál nr. 1706011
| |
Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Indriðastaðahlíðar. Um er að ræða stækkun skipulagssvæðis þannig að lóð Kaldárkots (lnr. 134073) 8629 fm verði innan skipulagsmarka. Á lóð Kaldárkots stendur frístundahús byggt 1972. Til stendur að rífa núverandi hús og byggja nýtt ásamt geymslu.
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulaga breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt er til að skipulagsfulltrúi grenndarkynni umrædda breytingu fyrir lóðarhöfum Indriðastaðahlíðar 102 og 106, landeigendum Mófellsstaða og Indriðastaða.
| ||
|
||
Framkvæmdarleyfi
| ||
6
|
Hreinsun Andakílsár, framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1706013
| |
Orka Náttúrunnar (ON) sækir um framkvæmdaleyfi til hreinsunar á árfarvegi Andakílsár vegna mótvægisaðgerða vegna umhverfisslyss í ánni. Umhverfisslysið varð þegar opnað var fyrir botnloku stíflu Andakílsárvirkjunar og aur rann út í ánna í miklu magni á tímabilinu 15-19 maí 2017. Fullnægjandi gögn um áætlað magn sem fór út í ánna liggur ekki fyrir. Framkvæmdin felur í sér að moka og dæla upp botnseti með það að markmiði að endurheimta hrygningar-, uppeldis- og veiðisvæði í ánni milli stöðvarhúss virkjunar og niður að brú Borgarfjarðarbrautar yfir Andakílsá. Um er að ræða 1.000 m3 af efni. Efnið er fínt set og möl. Efni verður haugsett í námu í landi Syðstu Fossa í Borgarbyggð. Framkvæmdartími er júní 2017. Umsögn Fiskistofu, Náttúrufræðistofnunar, Veiðifélags Skorradalsvatns og Veiðifélags Andakílsár liggur fyrir. Samþykki landeiganda liggur fyrir að undanskildum landeigendum lands Neðri-Hrepps 1 (landnr. 222798) og Neðri-Hrepps-Hreppshómi (landnr. 191844).
| ||
Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að skipulagsfulltrúi óski eftir umsögn Umhverfisstofnunar varðandi skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að ON leggi fram fullnægjandi gögn er varðar útreikninga á því magni efnis sem rann út í ánna á tímabilinu 15-19 maí sl. fyrir lok júlí 2017. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir við ON að samþykki landeiganda Neðri-Hrepps 1 (landnr. 222798) og Neðri-Hreppur-Hreppshólmi (landnr. 191844) fyrir hreinsun Andakílsár liggi einnig fyrir. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skipulagsfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli framlagðra gagna frá ON þegar samþykki allra landeiganda liggur fyrir um hreinsun árfarvegar Andakílsár. | ||
|
15:15.