98 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

98. fundur

þriðjudaginn 31. maí 2016 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Fundargerðir til staðfestingar

1

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 36 – Mál nr. 1604002F

Lagt fram til kynningar.

1.1

1604017 – Hvammsskógur 20, Umsókn um byggingarleyfi frístundarhús

1.2

1604007 – Indriðastaðahlíð 152, Umsókn um byggingarleyfi

1.3

1602004 – Indriðastaðir 1A

1.4

1503014 – Vatnsendahlíð 17, umsókn um breytta skrán. reyndarteikningar

2

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 37 – Mál nr. 1605001F

Lagt fram til kynningar.

2.1

1605005 – Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi

2.2

1605010 – Vatnsendahlíð 180, byggingamál

2.3

1605008 – Vatnsendahlíð 87, byggingarmál

2.4

1605011 – Vatnsendahlíð 96, Umsókn um byggingarleyfi

Byggingarleyfismál

3

Indriðastaðir 1A – Mál nr. 1602004

Sótt er um að fjarlægja núverandi hús,sem er ein hæð og svefnloft, grunnflötur 60,3 m2. Auk þess er sótt um að byggja nýtt hús, sem er ein hæð og svefnloft, 141,2 m2

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem byggingarmagn er umfram heimildir á lóð.

Skipulags- og byggingarnefnd hafnar málinu þar sem það samræmist ekki aðalskipulagi Skorradalshrepps.

Skipulagsmál

4

Vatnsendahlíð 8. áfangi, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1605009

Óskað er eftir breytingu deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga, er varðar lóðir Vatnsendahlíð 181 og 183. Lögð er fram breyting deiliskipulags. Um er að ræða minnkun á byggingarreit á lóð Vatnsendahlíðar 183 um 67 fm, minnkun lóðar Vatnsendahlíðar 183 um 275 fm og stækkun lóðar Vatnsendahlíðar 181 um 275 fm. Breytingartillaga deiliskipulags er ekki fullnægjandi.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendahlíðar 180,182, 184,185 og landeiganda.

5

Hvammsskógur 43, umsókn um byggingarleyfi – Mál nr. 1605005

Sótt er um leyfi til að breyta og byggja við núverandi hús. Núverandi hús er 129,0 m2, eftir breytingu verður húsið 192,1 m2

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir Dynhvammi 5, Hvammsskógum 40, 42, 44, 45 og landeiganda.

6

Vatnsendahlíð 87, byggingarmál – Mál nr. 1605008

Sótt er um að byggja við núverandi frístundarhús á lóðinni. Núverandi byggingarmagn er 73,5 m2, verður eftir breytingu 88,1 m2.

Málinu vísað til Skipulags- og byggingarnefndar þar sem ætlað byggingarmagn fer umfram heimildir á lóð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fyrirvara um að fullnægjandi gögn berist. Tillaga óverulegrar breytingar deiliskipulags verði grenndarkynnt fyrir Vatnsendahlíð 85, 89, 70,72, 93 og landeiganda.

Framkvæmdarleyfi

7

Bakkakot, efnistaka, umsókn um framkvæmdaleyfi – Mál nr. 1605014

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í landi Bakkakots. Um er að ræða 4000 m3 af malarefni úr efnistökusvæði 19 skv. aðalskipulagi. Svæðið er 0,98 ha að stærð. Vinnslutími er áætlaður 2016-2017. Efnið verður til viðhalds vega að norðanverðu í Skorradal frá Hvammi og inn að Fitjum. Framkvæmdin samræmist aðalskipulagi Skorradalshrepps. Samþykki landeiganda liggur fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir fullnægjandi uppdráttum með umsókn og umsögn Fiskistofu.

8

Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu. – Mál nr. 1602007

Hreppsnefnd samþykkti þann 9. mars 2016 veitingu framkvæmdaleyfis vegna endurnýjunar hitaveitulagnar í landi Stóru Drageyrar að undangenginni grenndarkynningu sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. Framkvæmd hefur farið af stað í óleyfi. Starfsmaður minnjastofnunar fór á vettvang og staðfesti að minjum hafi verið raskað. Framkvæmdir hafa verið stöðvaðar.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að heimila grenndarkynningu sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þannig að landeigendur Stóru Drageyrar, Skátafélag Akranes, Skógrækt ríkisins og Vegagerðin áriti grenndarkynningargögn og umsögn minnjastofnunar verði óskað.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:45.