96 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
96. fundur

fimmtudaginn 3. mars 2016 kl. 15:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir og Sæmundur Víglundsson.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

TVS forfallaðist með skömmum fyrirvara.
Þetta gerðist:

Framkvæmdarleyfi

1

Skátaskálalögn, endurnýjun hitaveitu. – Mál nr. 1602007

Sótt er um framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar á hitaveitulögn í landi Stóru Drageyrar. Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja að veita framkvæmdaleyfi að undangenginni grenndarkynningu sbr. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir landeiganda Stóru Drageyrar, Skátafélagi Akranes, Skógrækt ríkisins og Vegagerðinni.

Önnur mál

2

Gjaldskrá embættir skipulags- og byggingarfulltrúa – Mál nr. 1603005

Fyrstu drög að gjaldskrá embættis skipulags- og byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar

Skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:55.