Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
87. fundur
Fimmtudaginn 12. febrúar 2015 kl. 12:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
| 
 Fundargerðir til staðfestingar 
 | ||
| 
 1   
 | 
 Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 30     –     Mál nr. 1502001F 
 | |
| 
 Fundargerð lögð fram og kynnt. 
 | ||
| 
 Fundargerð samþykkt 
 | ||
| 
 1.1  
 | 
 1411013 – Vatnsendahlíð 93, bygg.mál 
 | |
| 
 1.2  
 | 
 1410001 – Vodafone, Ósland, bygg.mál 
 | |
| 
 | 
||
| 
 Skipulagsmál 
 | ||
| 
 2   
 | 
 Dagverðarnes, deiliskipulag lóða 56 og 57, svæði 8     –     Mál nr. 1502001 
 | |
| 
 Drög að deiliskipulagi frístundalóða Dagverðarnes 56 og 57 á svæði 8 lagt fram og kynnt. 
 | ||
| 
 Framkomnar athugasemdir á fundinum verði komið áleiðis til skipulagsráðgjafa. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 3   
 | 
 Tillaga að landsskipulagsstefnu 2015-2026     –     Mál nr. 1501001 
 | |
| 
 Skipulagsstofnun auglýsir tillögu að Landsskipulasstefnu 2015-2026. Haldinn var kynningarfundur í Landnámssetrinu þann 26. janúar 2015. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. febrúar 2015. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að framkomnar athugasemdir fundarins verði sendar Skipulagsstofnun. Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram. 
 | ||
| 
 | 
||
| 
 4   
 | 
 Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð.     –     Mál nr. 1202001 
 | |
| 
 Erindi barst frá Hallgrími Indriðasyni, skipulagsfulltrúa Skógræktar ríkisins, dags. 22. janúar 2015. Óskar hann eftir að skipulagsgjöld verði felld niður vegna deiliskipulagsáætlunar í landi Stóru Drageyrar. 
 | ||
| 
 Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að skoða verði hvort að megi fara fram breytingar á gjaldskrá. 
 | ||
| 
 | 
||
Fleira gerðist ekki. 
Fundi slitið kl. 
13:40.
