Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
85. fundur
Þriðjudaginn 25. nóvember 2014 kl. 14, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:
Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson, Sæmundur Víglundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.
Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.
Þetta gerðist:
Byggingarleyfismál
| ||
1
|
Indriðastaðaland Ósland, stofnun lóðar – Mál nr. 1410012
| |
Gautur Þorsteinsson f.h. Vodafone sækir um stofnun 77 m2 fjarskiptalóðar úr Indriðastaðalandi Óslandi, landnr. 198349 skv. umsókn um stofnun fasteignar í fasteignaskrá (F550). Nafn nýrrar lóðar verði Indriðastaðaland Ósland 2. Samþykki landeigenda liggur fyrir. Fyrirhugað er að reisa fjarskiptamastur og tækniskýli, 9,0 m2 að stærð á umræddri lóð, skv. teikningum frá Vodafone.
| ||
Skipulags- og bygginganefnd leggur til við hreppsnefnd að samþykkja stofnun lóðar og byggingarfulltrúa falið að vinna málið áfram.
| ||
|
||
2
|
Vodafone, Ósland, bygg.mál – Mál nr. 1410001
| |
Gautur Þorsteinsson f.h. Vodafone sækir um að reisa fjarskiptamastur og tækniskýli, 9,0 m2 á Óslandi, landnr. 198349,skv. teikningum frá Vodafone.
Málinu vísað til Skipulags- og bygginganefndar. | ||
Skipulags- og bygginganefnd leggur til við hreppsnefnd að byggingarleyfisumsókn verði grenndarkynnt sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og heimilt verði að beita 3. mgr. 44. gr. sömu laga er varðar að stytta tímabil grenndarkynningar. Lagt er til að grenndarkynna fyrir OR, landeiganda Indriðastaða og Vegagerðinni. Lagt er til að skipulagsfulltrúa verði falið að vinna málið áfram.
| ||
|
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.
14:30.