84 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
84. fundur

Þriðjudaginn 11. nóvember 2014 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Sæmundur Víglundsson og Sigrún Guttormsdóttir Þormar.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, embættismaður.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1

Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002

Á 76. fundi skipulags- og byggingarnefndar var samþykkt að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Óveruleg breyting deiliskipulags var grenndarkynnt frá 23. sept. til 23. okt. 2014. Eitt erindi barst til oddvita vegna grenndarkynningarinnar þar sem óskað er gagna.

Afgreiðslu málsins frestað.

2

Hvammsskógur 18 og 20, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1409010

Erindi barst frá Skúla Má Sigurðssyni dags. 2. nóv. 2014 þar sem óskað er eftir að skipulags- og byggingarnefnd endurskoði ákvörðun sína frá 83. fundi sínum þann 9. okt. sl. er varðar fjölda húsa á sameinaðri lóð. Á frístundalóðum Hvammsskóga 18 og 20 má skv. skipulagsskilmálum byggja 6 byggingar og samanlagt byggingarmagn lóða vera 600 m2. Með sameiningu lóðanna er óskað eftir að byggja 4 byggingar og samanlagt byggingarmagn lóðar verði 450 m2. Fyrirhugað er að geymslan verði niðurgrafin með torfþaki inn í þéttum skógi og muni þar af leiðandi ekki hafa mikil sjónræn áhrif á umhverfið.

Skipulags- og byggingarnefnd álítur ofangreinda breytingu ekki raska heildaryfirbragði byggðar og fellst á rök lóðarhafa og leggur til við hreppsnefnd að heimila óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er varðar heimild fyrir byggingu íbúðarhúss, gestahúss, bílgeymslu og geymslu að undangenginni breytingu aðalskipulags. Óveruleg breyting deiliskipulags skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Hvammsskóga 15, 17, 18, 19, 22 og landeiganda Hvamms.

3

Hvammsskógur 28, bygg.mál – Mál nr. 1406004

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 81. og 82. fundi sínum að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags. Tillaga breytingar var grenndarkynnt frá 23. sept. til 23. okt. 2013. Ein athugasemd barst er varðar hæð frístundahúss.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að fresta afgreiðslu málsins og kalla viðkomandi aðila, sem sendi inn athugasemd, á fund sinn.

4

Lambaás 4-deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1309001

Öll umbeðin gögn liggja fyrir.

Skipulags- og byggingarnefnda leggur til við hreppsnefnd að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynna skal fyrir Lambaási 1, 2b, 3, 6, 10, Skógarási 1, 5 og 7 og landeiganda Indriðastaða.

5

Kerfisáætlun 2014-2023 – Mál nr. 1411002

Kerfisáætlun 2014-2023 lögð fram.

6

Stóra-Drageyri, Nýtt deiliskipulag fyrir núverandi frístundabyggð. – Mál nr. 1202001

Erindi frá Magnúsi A. Sigurðssyni, Minjaverði Vesturlands, dags. 31. okt. 2014, lagt fram.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að erindið verði einnig lagt fram fyrir hreppsnefnd.

Fyrispurn

7

Vatnsendahlíð 177, fyrirspurn – Mál nr. 1411001

Erindi barst frá Jóni Stefáni Einarssyni, arkitekt, fyrir hönd lóðarhafa þar sem óskað er eftir að notast við steinsteypta veggi í stað timburs, en veggir verði alfarið einangraðir að utan og klæddir með timbri í dökkum lit. „Í skilmálum deiliskipulags Vatnsendahlíðar, 8. áfanga segir: Frístundahús skulu gerð úr timbri og litir dökkir sem falla vel að umhverfi.“

Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að svara erindinu.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

15:45.