79 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
79. fundur

Mánudaginn 31. mars 2014 kl. 20:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Jón E. Einarsson, Pétur Davíðsson, Tryggvi Valur Sæmundsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Skipulagsmál

1

Skipulagsmál á Fitjum. – Mál nr. 1403006

Landeigendur Fitja K. Hulda Guðmundsdóttir og Jón Arnar Guðmundsson komu á fund nefndarinnar. Umræða varð um skipulagsmál Fitjahlíðar og tengd mál.

Málin rædd og skipts á skoðunum. Eigendur Fitja lögðu m.a. fram tillögu að breytingu lóðamarka lóða 49,51A og 51 þar sem lóð 51A yrði felld niður og skipt á milli 49 og 51.

2

Fitjahlíð, deiliskipulag Kiðhúsbala – Mál nr. 1402009

Áfram til umræðu. Lögð fram kostnaðaráætlun um gerð deiliskipulags.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að unnið verði deiliskipulag fyrir lóðir nr. 47, 49, 51, 53, 54, 56, 58, 60 og 62 í Kiðhúsbala í samræmi við framlagða tillögu landeiganda.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

22:45.