76 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps
76. fundur

Föstudaginn 15. nóvember 2013 kl. 13:00, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, Jón E. Einarsson og K. Hulda Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, skipulagsfulltrúi.

Kl. 16:00 var fundi frestað til 28. nóv. 2013 kl. 11:00. Fundi slitið kl. 12:00. HG sat ekki áframhaldandi fund þann 28. nóv 2013.
Þetta gerðist:

Almenn mál

1

Athugasemd við kort með aðalskipulagi Skorradalhrepps – Mál nr. 1309010

Lagt fram bréf landeiganda Horns. Landeigendur óska eftir að landamerkjalínur á aðalskipulagskorti sé leiðréttar í samræmi við réttar landamerkjalínur.

Á sveitarfélagauppdrætti Aðalskipulags Skorradalshrepps 2010-2022 kemur fram að mörk sveitarfélaga og jarða eru ónákvæm og hafa enga lögformlega þýðingu. Þar sem landamerkjalínur falla ekki undir stefnumörkun aðalskipulags um landnotkun og hefur einnig ekki áhrif á hana, er ekki ástæða til að lagfæra uppdrátt. Umrædd leiðrétting verður gerð þegar endurskoðun aðalskipulags mun eiga sér stað. Skipulags- og byggingarnefnd þakkar landeigendum fyrir ábendingu þeirra.

2

Öryggishlið – Mál nr. 1311003

Öryggishlið hafa verið sett upp án byggingarleyfis í landi Hálsa, Dagverðarness og Indriðastaða.

Byggingarfulltrúi mun afla frekari upplýsinga og vinna málið áfram.

Fundargerðir til staðfestingar

3

Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa – 23 – Mál nr. 1310002F

Fundargerð lögð fram

Byggingarleyfismál

4

Dagverðarnes 80, bygg.mál – Mál nr. 1210014

Á 23. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir og vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Byggingaráform skv. umsókn um byggingarleyfi kveður á um 91,4 m2 viðbyggingu við frístundahús sem er 180,2 m2. Heimilað byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi Dagverðarness, svæði 5, er 120 m2 frístundahús. Byggingaráform eru í samræmi við aðalskipulag varðandi nýtingarhlutfall, en ekki í samræmi við deiliskipulag.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir lóðarhöfum 78, 82 og landeiganda Dagverðarness.

5

Hvammsskógar 46, bygg.mál – Mál nr. 1310001

Á 23. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa var umsókn um byggingarleyfi tekið fyrir og vísað til skipulags- og byggingarnefndar. Byggingaráform skv. umsókn um byggingarleyfi kveður á um 150 m2 frístundarhús og 29,8 m2 gestahús. Heimilað byggingarmagn samkvæmt deiliskipulagi Hvammsskóga er 150 fm frístundahús og 15 fm geymsluhús. Byggingaráform eru í samræmi við aðalskipulag varðandi nýtingarhlutfall, en ekki í samræmi við deiliskipulag.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga á lóð Hvammsskóga 46 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðum Hvammsskóga 44, 45, 47 og 48 og landeiganda.

Skipulagsmál

6

Dagverðarnes 17 – Mál nr. 1103002

Deiliskipulagsbreyting var samþykkt í hreppsnefnd þann 30. ágúst 2011 og birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 16. apríl 2012. Úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála komst að þeirri niðurstöðu þann 25. október 2012 að birta skal auglýsingu um gildistöku deiliskipulag í B-deild Stjórnartíðinda innan þriggja mánaða frá endanlegri afgreiðslu sveitarstjórnar á tillögunni. Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Dagverðarnesi 17, svæði 1. Breytingin felur í sér að byggingarmagn verður aukið úr 59,5 fm í 89,5 fm, að heimilt verði að byggja við frístundahúsið og að byggja gufubað með geymslu.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna breytingu deiliskipulags Dagverðarnes 17, svæði 1, sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðum Dagverðarness 15,16,18,19,20 og landeiganda Dagverðarness.

7

Hvammsskógur neðri, deiliskipulagsbreyting – Mál nr. 1012003

Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvammsskóga neðri á lóð Hvammsskóga 43. Breytingin felur í sér að byggingarmagn verði aukið úr 120 fm í 187,5 fm. Breyting deiliskipulags samræmist stefnumörkun aðalskipulagi Skorrdalshrepps 2010-2022 um nýtingarhlutfall frístundalóða sem er 0,05.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna óverulega breytingu deiliskipulags Hvammsskóga neðri á lóð Hvammsskóga 43 sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. fyrir lóðum Hvammsskóga 40, 42, 44 og 45 og Dynhvamms 5 og landeiganda.

8

Indriðastaðir-Stráksmýri, deiliskipulag – Mál nr. 1309002

Skipulag Stráksmýrar var samþykkt af hreppsnefnd þann 16. febrúar 2000. Niðurstaða hreppsnefndar var ekki auglýst í B-deild Stjórnartíðinda og öðlaðist skipulagið því ekki gildi. Skipulagssvæðið er þegar bygg hverfi. Lögð er fram tillaga deiliskipulags Stráksmýrar. Deiliskipulagið samræmist stefnumörkun aðalskipulags um frístundabyggð.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við hreppsnefnd að tillaga deiliskipulags verði auglýst sbr. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9

Dagverðarnes 72-breyting deiliskipulags – Mál nr. 1311002

Óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Dagverðarnes sv 5. Breytingin felur í sér að frístundalóð er breytt íbúðarlóð. Umrædd breyting samræmist Aðalskipulagi Skorradalshrepps 2010-2022.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna deiliskipulagsbreytingu sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010 fyrir lóðarhöfum 71, 72a, 74a og 74b og landeiganda Dagverðarness.

10

Aðalskipulagstillaga – Mál nr. SK090012

Aðalskipulag Skorradalshrepps 2010-2022 var samþykkt í hreppsnefnd 14. júní 2012 og staðfest af umhverfisráðherra þann 14. október 2013.

11

Dagverðarnes svæði 5 – Mál nr. 1311007

Deiliskipulagsmál á svæði 5. Lagðar hafa verið fram óskir um breytingar á deiliskipulaginu. Sjá málsnúmer nr. 1210014 og 1311002.

Miklar umræður urðu á fundinum um málið. Samþykkt að skoða hvort sé rétt að uppfæra deiliskipulagið á svæði 5 og hvaða leiðir eru til þess. Málinu frestað til næsta fundar.

Framkvæmdarleyfi

12

Umsókn í styrkvegasjóð Vegargerðarinnar fyrir árið 2013. – Mál nr. 1302009

Lagfæra á veg í landi Bakkakots og fjarlægja gamla brú í Bakkakotsgili og setja ræsi í staðinn.

Skipulags- og byggingarnefnd telur að um sé að ræða óverulega framkvæmd á vegi í landi Bakkakots og því ekki framkvæmdaleyfisskild.

Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

12:00 þann 28. nóv 2013.