70 – Skipulags- og bygginganefnd

Skorradalshreppur

Skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps

70. fundur

Þriðjudaginn 30. október 2012 kl. 14:30, hélt skipulags- og byggingarnefnd Skorradalshrepps fund á Hvanneyri. Þessir sátu fundinn:

Pétur Davíðsson, K. Hulda Guðmundsdóttir, Jón E. Einarsson og Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir.

Fundarritari var Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir, Skipulagsfulltrúi.

Þetta gerðist:

Framkvæmdarleyfi

1

Heimreið í Efri Hrepp – Mál nr. 1210016

Um er að ræða lagningu heimreiðar frá Mófellsstaðavegi að nýrri íbúðarlóð Efri Hrepps 2

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að veita framkvæmdaleyfi þar sem framkvæmd er í samræmi við auglýst aðalskipulag sem er til staðfestingar ráðherra. Ekki er þörf á grenndarkynningu framkvæmdar þar sem umsækjendur eru sjálfir grannar og landeigendur.

KHG og PD tóku þátt í fundi símleiðis, en JEE og SÓÁ sátu fundinn á Hvanneyri
Fleira gerðist ekki.
Fundi slitið kl.

14:45.